Lést í eldsvoða

Slökkvilið og lögregla að störfum við Tungusel í morgun.
Slökkvilið og lögregla að störfum við Tungusel í morgun. mbl.is/Friðrik

Karlmaður lést þegar eldur kviknaði í fjögurra hæða fjölbýlishúsi í Tunguseli í Breiðholti um kl. sex í morgun. Að sögn lögreglu voru tvö börn og kona flutt á slysadeild vegna gruns um reykeitrun. 

Aðrir íbúar í húsinu fá aðstoð frá Rauða krossinum. Strætisvagn var sendur á staðinn til að taka við fólki ásamt stórum bílum frá lögreglunni. 

Eldurinn kviknaði í einni íbúð þar sem karlmaðurinn, konan og börnin voru.  

Slökkvilið og lögregla eru enn að störfum, en búið er að ráða niðurlögum eldsins. Eldsupptök eru ókunn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert