Söfnun fyrir drengi sem björguðust úr eldi

Slökkvilið að störfum við Tungusel í morgun.
Slökkvilið að störfum við Tungusel í morgun. mbl.is/Frikki

Hafin er söfnun fyrir tvo drengi sem misstu allt sitt í brunanum í Tunguseli í Reykjavík í morgun. Drengirnir eru 7 og 12 ára og að sögn fjölskylduvinar misstu þeir allar sínar eigur í brunanum og sárvantar skó og annan fatnað.

Róbert Guðmundsson er vinur fjölskyldunnar og hefur hann stofnað bankareikning í nafni annars drengjanna og segir hann að allar gjafir séu vel þegnar. Þeir sem eru hugsanlega aflögufærir með föt eða leikföng geta sömuleiðis haft samband við Róbert í síma 867 5569.

Reikningur: 0113-05-066351 Kennitala: 190796-3029

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert