Eldsvoðinn hugsanlega rakinn til kertabruna

Slökkvilið að störfum við Tungusel í gærmorgun.
Slökkvilið að störfum við Tungusel í gærmorgun. mbl.is/Friðrik

Ekki er útilokað að kertaskreyting hafi átt sinn þátt í hinum hörmulega eldsvoða í Tunguseli 8 í Breiðholti í fyrrinótt, þegar karlmaður á fimmtugsaldri fórst. Kona og tvö börn hennar sem voru í íbúðinni björguðust en voru flutt á sjúkrahús vegna reykeitrunar.

Rannsókn lögreglunnar á eftir að skera úr um eldsupptökin en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er hugsanlegt að eldsvoðinn hafi byrjað með kertabruna.

Íbúi á fjórðu hæð hússins segist hafa vaknað við mikla skruðninga um klukkan 5:45 í gærmorgun og ekki vitað hvað hafði gerst.

„Þegar ég fór fram var fólkið úr brennandi íbúðinni að koma fram og jafnframt gaus upp reykur,“ segir hann. „Ég hringdi á slökkviliðið og ætlaði síðan aftur fram á gang til að banka á dyr hjá nágrönnum, en komst ekki fyrir reyk. Ég klæddi því son minn í föt og við lokuðum okkur af inni í eldhúsi þar til slökkkvistarfinu var lokið. Við komumst hvorki lönd né strönd.“

Ekki hefur verið staðfest hvort reykskynjari hafi verið í íbúðinni sem brann, en við bráðabirgðaathugun innandyra sáust ekki merki um hann. Reykskynjari er hins vegar í stigagangi að sögn íbúans á fjórðu hæð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka