Bótaskylda lendir á skattgreiðendum

Laugavegur 4-6.
Laugavegur 4-6. mbl.is/Ásdís

 Kaupangur ehf., eigandi lóðanna við Laugaveg 4-6, segir með ólíkindum að húsafriðunarnefnd taki sig nú til og sendi ráðherra beiðni um að friða húsin á lóðunum. Verði slík ákvörðun tekin muni það leiða til þess að fjárfesting og kostnaður, sem nemi hundruðum milljóna króna, ónýtist og bótaskylda skapast sem lendir á skattgreiðendum.


Fulltrúar VG og Frjálslyndra í borgarstjórn fagna niðurstöðu nefndarinnar en kveðast um leið meðvituð um að eigandi lóðanna hafi nokkurn rétt á bak við sig og að borgin geti borið fjárhagslega ábyrgð.

Í yfirlýsingu forsvarsmanna Kaupangs segir, að í síðustu viku hafi staðið  til að rífa húsin og hefja framkvæmdir á lóðunum í samræmi við gildandi deiliskipulag og samþykkt byggingarleyfi. Undirbúningur framkvæmdanna hafi staðið í mörg ár. Teikningum hafi margsinnis verið breytt til þess að verða við óskum og ábendingum þeirra opinberu aðila sem um málið hafi fjallað. Borgarstjóri hafi farið þess á leit við félagið að niðurrifi húsanna yrði frestað og samkomulag tekist um að borgin tæki húsin niður og flytti þau á annan stað. Skyldi verkinu lokið á hálfum mánuði og borgin skila okkur lóðunum hreinum.

„Húsafriðunarnefnd hefur fylgst með þessu ferli undanfarin ár. Það er með ólíkindum að nefndin taki sig nú til og sendi ráðherra beiðni um að friða húsin," segir m.a. í yfirlýsingunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert