Árásarmenn í gæsluvarðhald

mbl.is/Júlíus

Tveir af mönnunum fimm sem grunaðir eru um að hafa ráðist á lögregluþjóna í miðborg Reykjavíkur í gær voru nú síðdegis úrskurðaðir í gæsluvarðhald til þriðjudags. Þrír til viðbótar hljóta væntanlega sama úrskurð.

Þrír mannanna voru handteknir í nótt ásamt íslenskri stúlku, sem látin var laus. Tveir menn, sem grunaðir eru um aðild að árásinni, voru handteknir síðdegis í dag, að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar yfirlögregluþjóns.

Mennirnir fimm eru á aldrinum 19-25 ára. Þeir eru allir af erlendu bergi brotnir.

Lögreglumaður sem hlaut þungt höfuðhögg og heilahristing í árásinni var útskrifaður af slysadeild í dag. Hann verður frá vinnu í nokkra daga.

Veist var að lögreglumönnunum þar sem þeir voru við hefðbundið fíkniefnaeftirlit en þeir voru voru að sinna máli sem var árásarmönnunum óviðkomandi. Eftir átök á vettvangi þurftu fjórir lögreglumenn að leita sér aðhlynningar á slysadeild en tveir þeirra voru fluttir þangað með sjúkrabíl en hinir voru með minni áverka. Þrír voru útskrifaðir eftir skoðun en þeim fjórða var haldið þar mun lengur. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert