Segir álitið lítt rökstutt

Einar K. Guðfinnsson.
Einar K. Guðfinnsson.

„Auðvitað tökum við álitið alvarlega og höfum þegar hafið vinnu við að fara yfir það til að átta okkur á hvaða afleiðingar það hefur og hvernig við þurfum að bregðast við því,“ segir Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra um álit mannréttindanefndar SÞ. 

„Ég held að menn verði að vanda sig við túlkun þessa álits sem er á margan hátt óljóst. Vísað er til hugtaka á borð við sanngjarnar bætur og þess háttar, án þess að ljóst sé hvað það þýðir. Ég held líka að við túlkun á þessu áliti verði menn að reyna horfa á hlutina í eðlilegu samhengi. Ef menn túlka þetta mjög vítt, þá hlýtur þetta að eiga við um fiskveiðirétt miklu víðar en á Íslandi. Við skulum ekki gleyma því að fiskveiðilög í þróuðum fiskveiðiríkjum byggjast á einstaklingsbundnum, framseljanlegum fiskveiðiréttindum, kvótum eða dögum, svo dæmi séu nefnd.

Ég held að tilhneigingin hljóti að vera sú að þetta verði túlkað nokkuð þröngt.“

Um það hvort til greina komi að íslensk stjórnvöld greiði þeim Erlingi Sveini og Erni Snævari fullar bætur eins og nefndin leggur til, segir Einar K.: „Það er tillaga þessarar nefndar að þeim séu veittar bætur, en hinsvegar er engin leiðsögn um það í hverju þær bætur ættu að felast.“

Nefndin segir líka að hérlendis þurfi að koma á fiskveiðistjórnunarkerfi sem uppfylli kröfur alþjóðalaga. Um það segir Einar K.: „Ég tel að það fari nú ekki milli mála að fiskveiðistjórnunarkerfi okkar uppfylli kröfur alþjóðalaga. Grundvöllur kerfisins er einkanlega úthlutun einstaklingsbundinna, framseljanlegra fiskveiðiréttinda og er auðvitað samkynja því sem gert er hjá mörgum öðrum þróuðum fiskveiðiríkjum, sem hafa tekið upp sambærilegt fyrirkomulag.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka