VG ítrekar kröfu um endurskoðun fiskveiðistjórnunarinnar

Þingmenn VG ítreka kröfu um heildarendurskoðun á stjórn fiskveiða í kjölfar þeirrar niðurstöðu mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna, að framkvæmt kvótakerfisins í íslenskum sjávarútvegi byggi ekki á sanngjörnum grunni.

VG segir í ályktun, að ekki þurfi að fara mörgum orðum um að markmið núverandi laga um stjórn fiskveiða hafi ekki náðst og reyndar hafi lögin aldrei verið fjær markmiðum sínum en einmitt nú.

„Þvert á markmið núgildandi laga um stjórn fiskveiða benda rannsóknir til að helstu nytjastofnar sjávar standi höllum fæti. Þvert á markmið laganna hafa lögin í reynd stuðlað að óhagkvæmri nýtingu sjávarauðlinda með tilheyrandi skuldasöfnun og erfiðleikum í fiskveiðum og vinnslu. Þvert á markmið laganna hefur störfum í sjávarútvegi fækkað og starfsöryggi þeirra sem byggja afkomu sína á greininni hefur sjaldan verið verra. Þvert á þau markmið laganna að efla byggð í landinu öllu hefur jafnt og þétt dregið úr mætti sjávarbyggðanna um land allt með tilheyrandi byggðaröskun og fólksflótta," segir í ályktuninni.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert