Þingmenn VG ítreka kröfu um heildarendurskoðun á stjórn fiskveiða í kjölfar þeirrar niðurstöðu mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna, að framkvæmt kvótakerfisins í íslenskum sjávarútvegi byggi ekki á sanngjörnum grunni.
VG segir í ályktun, að ekki þurfi að fara mörgum orðum um að markmið núverandi laga um stjórn fiskveiða hafi ekki náðst og reyndar hafi lögin aldrei verið fjær markmiðum sínum en einmitt nú.