Skipulögð atlaga að lögreglu

Ákveðið verður í dag hvort farið verður fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir fimm litháískum karlmönnum sem voru handteknir fyrir árás á fjóra fíkniefnalögreglumenn fyrir helgi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent málsgögnin til ríkissaksóknara.

Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn vildi í gær ekki greina frá því hvað mennirnir hefðu borið um tilefni árásarinnar, en rannsóknin beinist m.a. að því að upplýsa hvort um skipulagða atlögu að götuhóp fíkniefnadeildarinnar hafi verið að ræða. Fíkniefnalögregludeildin hafði ekki haft afskipti af Litháunum fyrir árásina en a.m.k. einn þeirra hafði áður verið handtekinn fyrir að ráðast að lögreglumönnum.

Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins vinna tveir mannanna hjá sama vinnuveitanda, JB byggingafélagi, en þeir eru ekki allir með atvinnu.

Árásin á götuhópinn var óvenju heiftúðug og augljóst var af aðförum mannanna að þeir kunnu mikið fyrir sér í slagsmálum. Lögreglumaður sem þekkir til málsins sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að þetta hefðu ekki verið „venjulegir verkamenn“ heldur bæði haft talsverða líkamsburði og beitt aðferðum í átökunum sem aðeins væru á færi vanra manna.

Þrír af þeim fjórum lögreglumönnum sem urðu fyrir árásinni eru komnir aftur til vinnu, þótt þeir séu ekki búnir að ná sér að fullu. Sá fjórði hlaut þung höfuðhögg og er óvíst hvenær hann getur snúið aftur til vinnu

Yfirstjórn lögreglunnar ræddi árásina á fundi í gær með fíkniefnadeildinni. Stefán Eiríksson lögreglustjóri sagði ekki ákveðið hvort vinnulagi yrði breytt í kjölfar árásarinnar. Verið væri að fara yfir allt sem lyti að störfum og öryggi götuhópsins. Fíkniefnalögreglumennirnir gátu kallað á hjálp með því að þrýsta á neyðarhnappa á Tetra-talstöðvum sínum og meðal þess sem er kannað er hvernig brugðist var við því kalli.

Boðar brottrekstur vegna árásarinnar

Að lokinni eftirgrennslan sinni fékk hann það hins vegar staðfest að mennirnir væru starfsmenn fyrirtækisins og hefðu unnið sem handlangarar í múrdeild hjá fyrirtækinu.

Sagðist Engilbert harma mjög að mennirnir hefðu tekið þátt í árásinni. „Þetta er algjörlega glórulaust og það er alveg klárt að þeir verða ekkert í vinnu hjá okkur meira,“ sagði hann.

Sagðist Engilbert telja öruggt að verkferlum við ráðningar starfsmanna yrði breytt í framhaldinu og bakgrunnur starfsmanna kannaður. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert