Sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd Alþingis fjallaði á fundi í morgun um álit mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið. Gert er ráð fyrir að áfram verði fjallað um málið á vegum þingnefndarinnar.
Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður þingnefndarinnar, segir að fundinum hafi verið ætlað að gefa nefndarmönnum kost á að setja sig inn í málið en ekki sé ætlunin að nefndin skili frá sér þingmáli eða greinargerð.
Á fund þingnefndarinnar í morgun komu m.a. þeir sem tóku þátt í að undirbúa og flytja málið fyrir mannréttindanefndinni.