Engar ákvarðanir teknar um útför Fischers

Bobby Fischer ásamt Miyoko Watai og Sæmundi Pálssyni eftir að …
Bobby Fischer ásamt Miyoko Watai og Sæmundi Pálssyni eftir að hann fékk í hendur íslenskt ríkisfangsskjal árið 2005. mbl.is/Golli

Einar S. Einarsson, formaður stuðningshóps Bobby Fischers, segir að engar ákvarðanir hafi verið teknar um útför Fischers, sem lést á heimili sínu í gær. Von er á  Miyoko Watai, unnustu Fischers, til landsins um helgina en hún er í Japan. Einar segir að Boris Spassky hafi lýst áhuga á að verða viðstaddur útför Fischers verði hún hér á landi.  

Watai var hér á landi um áramótin er fór síðan til Japans á ný. Fischer lést á heimili sínu í gær.

Talið er að dánarorsök Fischers hafi verið nýrnabilun. Að sögn Einars hafði Fischer átt við heilsubrest að stríða í talsverðan tíma en hann var ekki hrifinn af vestrænum læknisaðferðum og vildi því helst ekki leita sér lækninga hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka