Svandís Svavarsdóttir meiddist er flugvélarsæti losnaði

Svandís Svavarsdóttir borgarfulltrúi í Reykjavík
Svandís Svavarsdóttir borgarfulltrúi í Reykjavík mbl.is

Svandís Svavarsdóttir, borgarfulltrúi í Reykjavík, var í sæti sem sem losnaði í ókyrrð þegar flugvél Flugfélags Íslands var í aðflugi að Egilsstaðaflugvelli. Svandís fékk höfuðhögg við atvikið en er ekki talin alvarlega slösuð.

Í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins kom fram að sætið sem Svandís sat í hafi ekki verið kyrfilega fest niður og hafi rifnað upp með þeim afleiðingum að Svandís fékk höfuðhögg.

Hún var flutt á Heilsugæslustöðina á Egilsstöðum og síðan með sjúkraflugi til Reykjavíkur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert