Ekki rætt um að fleiri verði jarðsettir á Þingvöllum

Bobby Fischer.
Bobby Fischer. mbl.is/Golli

Össur Skarphéðinsson, varaformaður Þingvallanefndar, segir að á 13 ára nefndartíma sínum hafi aldrei verið rætt um að aðrir en Jónas Hallgrímsson og Einar Benediktsson hvíldu í þjóðargrafreitnum. Ósk stuðningsmanna Bobby Fischer um að hann hvíli þar verði að skoða vandlega.

Þjóðgarðurinn á Þingvöllum er undir stjórn þingvallanefndar sem er skipuð 7 þingmönnum. Össur sagði að ef nefndinni berist ósk um að Fischer hvíli á Þingvöllum verði hún rædd.

Hann sagði, að ræða þurfi sérstaklega hvort útför Fischers eigi að vera opinber eins og stuðningsmenn hans vilja. Hann segir að vel fari á því að Skáksamband Íslands sjái um útförina, stjórnvöld myndu áreiðanlega styðja sambandið í því.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka