Ómakleg framganga

Halldór Ásgrímsson.
Halldór Ásgrímsson. Árvakur/Golli

Ekki var rétt af Guðjóni Ólafi Jónssyni að fara fram með þeim hætti sem hann hefur gert, að mati Halldórs Ásgrímssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins, og segir hann framgöngu Guðjóns gegn Birni Inga Hrafnssyni ómaklega.

Halldór segir, hvað varðar röðun í sæti á framboðslistum Framsóknarflokksins í Reykjavík árið 2003, að Björn Ingi Hrafnsson hafi að hans mati ekki átt neinn ráðandi þátt í því hvar hann endaði á listanum. „Bæði var rætt um að hann færi á lista í Reykjavíkurkjördæmi norður og einnig suður. Illa gekk að ná samkomulagi um uppstillingu í sæti fyrir Reykjavík suður, en að endingu varð sátt um skipanina.“

Halldór segir Björn Inga miklu öflugri mann en svo að hann láti umræðuna á sig fá. „Hann er lykilmaður fyrir framtíð flokksins í Reykjavík. Forysta flokksins hlýtur að hafa það í huga og standa þétt við bakið á honum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert