Hlíta beri niðurstöðu mannréttindanefndar SÞ

Þingmenn hlýða á umræður á Alþingi.
Þingmenn hlýða á umræður á Alþingi. Árvakur/Ómar

Þrír þingmenn Frjálslynda flokksins og þrír þingmenn VG hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að hlíta beri niðurstöðu mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um fiskveiðistjórnunarkerfið og að breyta verði lögum í samræmi við úrskurðinn.

Í greinargerð segir m.a., að flutningsmönnum finnist miklu skipta að jafnræði borgaranna sé virt, að aðgerðir handhafa ríkisvalds brjóti ekki gegn réttlætiskennd manna og að réttur manna til að stunda atvinnu með sömu skilyrðum og um aðra gilda sé viðurkenndur.

Af þeim sökum telji flutningsmenn nauðsynlegt að taka lög um stjórn fiskveiða til heildarendurskoðunar. Mikilvægt sé að Alþingi lýsi sem allra fyrst yfir vilja sínum til að farið verði að þeim meginatriðum sem niðurstaða mannréttindanefndarinnar byggi á og breyti lögum um stjórn fiskveiða í samræmi við það.

Tillagan í heild

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert