Verkalýðsfélag Akraness telur að HB Grandi hafi brotið lög um hópuppsagnir þegar tilkynnt var í vikunni, að öllum starfsmönnum HB Granda á Akranesi yrði sagt upp um mánaðamótin. Hefur félagið ákveðið að stefna HB Granda fyrir dómstóla vegna þessa.
HB-Grandi áformar miklar breytingar í rekstri fyrirtækisins á Akranesi til að bregðast við skerðingu aflamarks þorsks. Verður öllum starfsmönnum landvinnslu HB Granda á Akranesi sagt upp störfum 1. febrúar næstkomandi og síðan verða endurráðnir 20 starfsmenn í flakavinnslu og til vinnslu loðnuhrogna. Um er ræða um 66 starfsmenn samkvæmt félagatali Verkalýðsfélags Akraness.
Vefur Verkalýðsfélags Akraness