Russel Targ, fyrrverandi mágur Bobby Fischers, heimsótti í gær leiði skákmeistarans í Laugardælum. Kristinn Á. Friðfinnsson, sóknarprestur á staðnum, tók á móti Targ og eiginkonu hans, Patriciu, og leiddi þau að leiði Fischers.
„Ég sagði nokkur orð í kirkjunni og yfir leiðinu, en þau voru þarna að kveðja Fischer, en höfðu misst af jarðarförinni þegar hún fór fram,“ segir Kristinn.
Aðspurður segir hann ekki ólíklegt að skákmenn muni í framtíðinni leggja leið sína að hinsta hvíldarstað Fischers enda sé hann í þægilegri fjarlægð frá Reykjavík og Selfossi.