Kaupþing og JC Flowers bjuggust við synjun FME

Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, segir það ekki rétt að Kaupþing hafi fengið aðvörun frá Fjármálaeftirlitinu í þá veru að FME myndi ekki fallast á yfirtöku Kaupþings á hollenska bankanum NIBC.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins sendi FME skriflegar fyrirspurnir til Kaupþings, í kjölfar stjórnarfundar Fjármálaeftirlitsins sl. föstudag, þar sem spurt var mjög ákveðið og gagnrýnið, sérstaklega út í þætti sem lutu að stöðu og fjárhag hollenska bankans, NIBC. Samkvæmt sömu heimildum var það sameiginlegur skilningur bandaríska seljandans, JC Flowers, og Kaupþings, að í ljósi fyrirspurna FME væri rétt og skynsamlegt að semja um að fallið yrði frá yfirtökunni. Munu báðir aðilar hafa talið líklegt að þegar FME skilaði niðurstöðu á annað borð yrði hún neikvæð og yfirtökunni hafnað.

Kaupþing féll í gær frá yfirtökuáformum á NIBC upp á tæpa þrjá milljarða evra. Jafnframt hefur Kaupþing fallið frá fyrirhuguðu forgangsréttarútboði, sem áformað var vegna kaupanna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert