Bankaránið upplýst

Lögregla í útibúi Glitnis í gærmorgun.
Lögregla í útibúi Glitnis í gærmorgun. Árvakur/Golli

Bankaránið sem framið var í miðborg Reykjavíkur í gær er upplýst, og hefur ræninginn játað verknaðinn, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Einnig hefur hann játað að hafa framið rán í Select-verslun í Árbænum á fimmtudagskvöldið.

Maður sem stóð að bankaráninu í gærmorgun með ræningjanum sjálfum hefur einnig játað sína aðild, og verður hann vistaður á viðeigandi stofnun.

Tveir menn til viðbótar, sem handteknir voru vegna málsins, hafa gert grein fyrir aðild sinni að því, en þar sem þeir tóku ekki beinan þátt í ráninu hafa þeir verið látnir lausir, segir Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfirlögregluþjónn.

Ræninginn fer nú væntanlega að afplána fangelsisdóm sem hann hefur hlotið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka