Bankaránið upplýst

Lögregla í útibúi Glitnis í gærmorgun.
Lögregla í útibúi Glitnis í gærmorgun. Árvakur/Golli

Bankaránið sem framið var í miðborg Reykjavíkur í gær er upplýst, og hefur ræninginn játað verknaðinn, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Einnig hefur hann játað að hafa framið rán í Select-verslun í Árbænum á fimmtudagskvöldið.

Maður sem stóð að bankaráninu í gærmorgun með ræningjanum sjálfum hefur einnig játað sína aðild, og verður hann vistaður á viðeigandi stofnun.

Tveir menn til viðbótar, sem handteknir voru vegna málsins, hafa gert grein fyrir aðild sinni að því, en þar sem þeir tóku ekki beinan þátt í ráninu hafa þeir verið látnir lausir, segir Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfirlögregluþjónn.

Ræninginn fer nú væntanlega að afplána fangelsisdóm sem hann hefur hlotið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert