Koma varla til með að binda hendur borgarinnar

Laugavegur 4-6.
Laugavegur 4-6. Árvakur/Golli

Það mál, sem brann hvað heit­ast á full­trú­um Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og Fram­sókn­ar­flokks á fundi borg­ar­tjórn­ar í gær var hvaðan fjár­magnið fyr­ir kaup­un­um á Lauga­vegi 4-6 kem­ur. Fátt var hins veg­ar um svör frá meiri­hlut­an­um þar til und­ir lok umræðunn­ar þegar Dof­ri Her­manns­son, vara­borg­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar, bar spurn­ing­una upp. Þá var Kjart­an Magnús­son, borg­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins, til svara.

„Auðvitað munu þess­ir pen­ing­ar koma úr borg­ar­sjóði eða skipu­lags­sjóði. [...] Skipu­lags­sjóður hef­ur eins og menn vita fulla heim­ild til að kaupa upp hús­eign­ir og lóðir í miðborg­inni,“ sagði Kjart­an en vafðist hins veg­ar tunga um tönn þegar Dof­ri spurði hvort ekki væri rétt að eft­ir stæðu þá 20 millj­ón­ir króna til frek­ari kaupa á hús­næði á ár­inu 2008. Þetta skýrði Dof­ri með því að á sér­stak­an eigna­kaupalið Eigna­sjóðs hefðu verið sett­ar 600 millj­ón­ir á fjár­hags­áætl­un 2008.

„Þegar fjár­hags­áætl­un er gerð, gátu menn ekki séð allt fyr­ir og ég held að þessi kaup hafi menn ekki séð fyr­ir. En þetta mun bara ganga sína leið í borg­ar­kerf­inu,“ sagði Kjart­an og klykkti út með því að kaup­in kæmu varla til með að binda hend­ur borg­ar­inn­ar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert