Orka sem losnaði í Mýraeldum yfir 200 MW

Þegar sinueldarnir á Mýrum, sem kviknuðu vorið 2006, voru í hámarki nam orkulosunin yfir 200 MW. Til samanburðar má nefna að afl Blönduvirkjunar er 150 MW. Þetta kom fram í fyrirlestri Þrastar Þorsteinssonar jarðeðlisfræðings við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, en hann fjallaði um Mýraeldana í fyrirlestri hjá Náttúrufræðistofnun í gær.

Sinubruninn á Mýrum er mesti sinueldur sem þekktur er á Íslandi. Þar brann svæði sem var um 73 ferkílómetrar að flatarmáli (Þingvallavatn er um 82 ferkm. til samanburðar) á þremur dögum; 30. mars – 1. apríl.

Í sumar verður haldið áfram að rannsaka gróður og dýralíf á svæðinu, en fyrstu niðurstöður benda til að bruninn hafi haft slæm áhrif á sumar jurtir en fuglalíf hafi aukist.

Víst þykir að sinueldarnir á Mýrum hafi kviknað af mannavöldum, annaðhvort viljandi eða vegna þess að sígarettu var hent út úr bílglugga.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert