Reiknar með að eignasala á Keflavíkurflugvelli skili 8-9 milljörðum

Hús á Keflavíkurflugvelli.
Hús á Keflavíkurflugvelli. Árvakur/Eyþór

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá fjár­málaráðuneyt­inu er meg­in­skýr­ing­in á því að áætlað sölu­verð eigna á Kefla­vík­ur­flug­velli verður lægra en upp­haf­lega var áætlað sú að ákveðið hef­ur verið að ríkið beri all­an kostnað af breyt­ing­um á raf­lögn­um í hús­eign­un­um, en sá kostnaður er áætlaður a.m.k. tveir millj­arðar. Ráðuneytið reikn­ar með að það fái 12,8 millj­arða fyr­ir eign­irn­ar en formaður stjórn­ar Þró­un­ar­fé­lags­ins seg­ist reikna með að sala skili rík­inu 8-9 millj­örðum.

Fjár­málaráðuneytið hef­ur upp­lýst fjár­laga­nefnd Alþing­is um að óveru­leg­ur hluti sölu­verðsins hafi skilað sér á síðasta ári, en í fjár­lög­um árs­ins 2007 var reiknað um 4,7 millj­örðum. Ástæðan fyr­ir þessu er fyrst og fremst sú að meiri tíma hef­ur tekið að skrá eign­irn­ar en reiknað var með. Eign­irn­ar þarf að skrá í Lands­skrá fast­eigna, gefa þarf út lóðablöð og veðbók­arvott­orð. Þess­ari vinnu er fyrst að ljúka núna. Þar að auki var hluti eign­anna í um­sjón Nato og Þró­un­ar­fé­lagið, sem sér um eigna­söl­una, fékk þær ekki af­hent­ar fyrr en í þess­um mánuði. Þetta þýðir að nær öll sal­an á eign­un­um verður skráð á þetta fjár­laga­ár.

Þór­hall­ur Ara­son, skrif­stofu­stjóri í fjár­málaráðuneyt­inu, seg­ir að upp­haf­lega hafi verið gert ráð fyr­ir að breyt­ing­ar á raf­lögn­um í hús­un­um yrðu í um­sjón Þró­un­ar­fé­lags­ins og það bæri kostnað af þess­um breyt­ing­um. Nú hafi hins veg­ar verið ákveðið að selj­and­inn, þ.e. ríkið, sjái um þenn­an þátt máls­ins. Kostnaður­inn við þess­ar breyt­ing­ar sé áætlaður um 2 millj­arðar króna og hann drag­ist frá kaup­verðinu. Það mun því verða 13,7 millj­arðar en ekki 15,7 millj­arðar.

Til viðbót­ar lækk­ar sölu­verðið um 900 millj­ón­ir. Skýr­ing­in á þessu er, að sögn Þór­halls, að fer­metra­fjöldi þeirra hús­eigna sem Há­skóla­vell­ir keyptu var ekki ná­kvæm­lega þekkt­ur. Þegar búið var að skrá eign­irn­ar kom í ljós að fer­metr­arn­ir voru færri en áætlað hafði verið.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert