Mat á illviðrinu síðastliðið föstudagskvöld og aðfaranótt laugardags miðað við útbreiðslu þess og styrk virðist benda til þess að það, ásamt veðrum í desember og janúar, hafi verið í hópi verstu veðra sem yfir landið hafa gengið á síðustu 12 til 13 árum. Þetta kemur fram í fróðleikspistli á vef Veðurstofu Íslands.
Einnig er óvenjulegt hversu tíð veðrin í vetur hafa verið ef miðað er við síðasta áratug. Sé litið til lengri tíma virðast ámóta illviðrasyrpur hins vegar hafa komið alloft áður.
Mesti vindhraðinn mældist í Skálafelli eða 67,2 metrar á sekúndu í vindhviðu og í Veiðivatnahrauni 66,1 metri á sekúndu.
Nánari upplýsingar um vindhraða víða á landinu í illviðrinu