Leit úr lofti hætt

Danska herflugvélin sem leitaði í dag og byrjar leit í …
Danska herflugvélin sem leitaði í dag og byrjar leit í fyrramálið ásamt vél LHG. Víkurfréttir

Þrír togarar og eitt varðskip eru enn að leita bandarísku flugvélarinnar sem fór í hafið um 50 mílur vestur af Keflavík síðdegis í dag. Leit úr lofti hefur verið hætt vegna myrkurs, en strax í birtingu halda flugvél Landhelgisgæslunnar og dönsk herflugvél aftur til leitar.

Flugmaður bandarísku vélarinnar, sem er bandarískur, var einn á ferð. Hann var á leið frá Grænlandi til Reykjavíkur og mun hafa verið í ferjuflugi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka