Cessna 310 þekktar fyrir mjög flókið bensínkerfi

Flugvél af gerðinni Cessna 310.
Flugvél af gerðinni Cessna 310.

Cessna 310 flugvélar komu fyrst fram á sjónarsviðið snemma á 6. áratugnum og þróuðust mikið fram á þann áttunda. Þær þykja almennt góðar og þægilegar vélar og munu þrjár slíkar vélar vera til hérlendis. Stærsti galli þeirra hefur falist í mjög flóknu bensínkerfi, sérstaklega í eldri vélunum, sem krefst þess að flugmenn gjörþekki kerfið.

Gallinn hefur falist í því að töluverður hluti eldsneytis getur runnið af vélinni um yfirfall á bensíntanki ef annar hreyfillinn missir afl. Við þær aðstæður reynir mjög á kunnáttu flugmanns. Þetta vandamál átti einkum við á lengri flugleiðum og í áranna rás hafa orðið nokkuð mörg slys í Bandaríkjum vegna þessa.

Cessna 310 er á hinn bóginn hraðskreið vél og miðað við stærð er hún talin fljúga vel og hafa gott flugþol auk þess sem hún þykir góð í vindi.

Einkum hafa vélar af þessari gerð verið notaðar í útsýnis- og leiguflug og fer vel um farþega þótt vélin teljist ekki stór.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert