Ótrúlega jákvæð niðurstaða

Geir H. Haarde á Alþingi.
Geir H. Haarde á Alþingi.

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagði á Alþingi í dag að ef marka mætti fréttir í fjölmiðlum væri það jákvætt að nú ætti að gera sérstakt átak til bæta kjör hinna lægst launuðu, einkum þeirra, sem ekki hefðu notið launaskriðs að undanförnu.

„Það að geta náð slíku fram í góðu samkomulagi aðila vinnumarkaðarins án þess að þeir, sem meira hafa borið úr bítum, mögli sérstaklega yfir þvi, er alveg ótrúlega jákvæð niðurstaða, ef hún næst, og mjög til eftirbreytni þegar kemur að samningum við opinbera starfsmenn," sagði Geir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert