Ríkisstjórn að samningaborði

Skúli Thoroddsen framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir að ramminn utan um kjarasamninga sé langt kominn. Nú þurfi að fara að ræða launaliðinn.

„Það hefur tekist að hreinsa út mikið af sameiginlegu málunum. Ég á von á að málin skýrist talsvert í dag. Ég tel að málin séu komin í þann farveg að nú þurfi að fara að fá svör frá ríkisstjórninni um aðkomu að kjarasamningum.“

SA og SGS eiga fund hjá ríkissáttasemjara í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert