Samningamenn Samiðnar bjartsýnir

Samninganefnd Samiðnar fékk heildstætt samningstilboð frá Samtökum atvinnulífsins á kjarafundi þeirra í gær og mun nefndin á fundi aðila í dag, þriðjudag, gera grein fyrir afstöðu sinni til tilboðsins.

Að sögn Finnbjörns A. Hermannssonar formanns Samiðnar felst tilboðið öðrum þræði í því að koma Samiðn inn í það tilboð sem Starfsgreinasambandinu var gefið. „Síðan eru ákvæði sem varða okkur og við erum mest að velta þeim fyrir okkur,“ segir Finnbjörn. „Þau snúa að orlofi og starfsmenntamálum og ég lít ekki svo á að það sé stórmál af hálfu SA að semja um þau. Við erum tiltölulega léttir á fóðrum í kostnaðarmati heildarinnar.“

Rafiðnaðarsambandið og Alþýðusambandið áttu einnig fundi með SA í gær en Guðmundur Gunnarsson formaður Rafiðnaðarsambandsins er ekki eins bjartsýnn á að samningar náist í vikunni. Telur hann líklegra að menn geti í besta falli skrifað undir eftir helgina.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert