Viðræður um launalið hefjast á morgun

Gert er ráð fyrir að viðræður um launaramma og launakröfur Starfsgreinasambandsins og Flóafélaganna hefjist á morgun og verði fram haldið á fimmtudag. 

Fram kemur á heimasíðu Starfsgreinasambandsins, að viðræðunefnd sambandsins hafi í dag og í gær farið yfir tilboð atvinnurekenda varaðandi launaliði og stöðuna almennt í kjaraviðræðunum. Einnig hafi formenn landssambanda ASÍ og stærstu félaganna, Eflingar, Einingar-Iðju og Afls, auk VR rætt möguleika á sameiginlegum launaramma aðildasambanda ASÍ gagnvart atvinnurekendum. Hugmyndir ASÍ voru kynntar forystu Samtökum atvinnulífsins síðdegis.

Þá voru áherslur ASÍ gagnvart ríkinu vegna aðkomu þess að lausn kjaradeilunnar ræddar á vettvangi sambandsins. Viðræðum um kröfur á sameiginlegu borði ASÍ verður haldið áfram á morgun og þá mun Starfsgreinasambandið einnig funda um sín sérmál gagnvart Samtökum atvinnulífsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert