Starfsmönnum HB Granda boðið að kynna sér starfsemi Hrafnistuheimilanna

Fundur var haldinn með starfsmönnum HB Granda í dag þar sem farið var yfir hin ýmsu úrræði sem starfsmönnum munu standa til boða en tugum starfsmanna í landvinnslu á Akranesi var nýlega sagt upp störfum. Hafa Hrafnistuheimilin í Reykjavík m.a. boðið starfsmönnunum að kynna sér þá starfsemina þar en heimilin vantar fólk í vinnu.

Á heimasíðu Verkalýðsfélags Akraness kemur fram, að Vilhjálmur Birgisson, formaður félagsins, sagði á fundinum, að þessa stundina séu ekki ýkja mörg úrræði í sjónmáli varðandi  atvinnumöguleika fyrir þá einstaklinga sem sagt hefur verið upp störfum. Nokkur fyrirtæki hafi þó í huga að ráða starfsmenn þegar líður á vorið en það sé aðallega í störf sem henta karlmönnum betur en konum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert