Norrænir meistarakokkar

Alþjóðlega matgæðingahátíðin Food & Fun var sett í Norrænahúsinu í dag en áætlað er að allt að 25 þúsund manns taki þátt í hátíðinni í ár. Að þessu sinni er lögð áhersla á nýja norræna matargerðarlist á Food & Fun. hátíðin fer fram á fimmtán veitingastöðum á höfuðborgarsvæðinu fram á sunnudag.

Á laugardag fer fram alþjóðleg kokkakeppni í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu.

Á blaðamannafundi í dag var greint frá því að verkefnið „Nýr norrænn matur" yrði kynnt á Food & Fun 2008 en um 70 alþjóðlegir fjölmiðlar hafa boðað komu sína á hátíðina.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert