Ekkert sést til flugvélarinnar

Sýn, flugvél Landhelgisgæslunnar
Sýn, flugvél Landhelgisgæslunnar mbl.is

Leit stendur enn yfir að eins hreyfils Piper Cherokee flugvél sem hvarf af ratsjá um klukkan 11:30 í dag, um 130 sjómílur suðsuðaustur af Hornafirði.  Fokker flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SYN, kom á leitarsvæðið klukkan 13:30 í dag og þyrla, TF-LIF stuttu síðar. 

Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni  gera veður og sjólag á svæðinu leitina erfiða, mikill vindur er á svæðinu og ölduhæð 7-9 metrar. 

Enn hefur ekkert sést til flugmannsins eða vélarinnar.  Vélin er skráð í Bandaríkjunum og flugmaðurinn er bandarískur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert