Merki hafa borist frá neyðarsendi flugvélarinnar sem fór í hafið um 120 sjómílum suðaustur af Íslandi skömmu fyrir hádegi, og er það talið góðs viti. Ísing varð til þess að flugvélin neyddist til að lækka flugið þar til hún hafnaði í sjónum. Fokker vél Landhelgisgæslunnar er komin á leitarsvæðið og þyrla á leiðinni.
Vélin er af gerðinni Piper PA28 og er skráð í Bandaríkjunum. Hún lagði af stað frá Reykjavík um tuttugu mínútur yfir 9 í morgun. Einn maður var í vélinni, um svokallað ferjuflug var að ræða en vélin var á leið til Wick á N-Skotlandi.
Ísing þvingaði vélina sífellt neðar og um klukkan tuttugu mínútum eftir ellefu var vélin komin svo lágt að hún hvarf af ratsjám.
Vitað er til þess að flugmaðurinn hafi verið í sambandi við aðra flugmenn eftir að það gerðist, en einnig er vitað að maðurinn var í þurrbúningi þegar atvikið varð.
Þyrla frá Landhelgisgæslunni er á leið á leitarsvæðið auk Fokker 27 vélar gæslunnar.
Neyðarsendir fór í gang og nam gervihnöttur sendinn kl. 11:56.