Draga má lærdóm af Breiðavík

Skýrsla nefndar sem fjallaði um starfsemi Breiðavíkurheimilisins er viðurkenning á því að samfélagið hafi brugðist þeim 158 einstaklingum sem voru vistaðir þar á 27 ára tímabili. Þetta er mat Sigrúnar Júlíusdóttur prófessors í félagsráðgjöf einum af meðlimum nefndarinnar.

Sigrún segir að það megi jafnframt draga ýmiskonar lærdóma af Breiðavíkurmálinu og jafnframt að enn sé hægt að bregðast við með ýmsum hætti til að bæta þeim mönnum sem báru tilfinningalegan skaða af vistinni tjónið.

Skýrsla Breiðavíkurnefndar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka