Ekkert sést til vélarinnar

Flugvélin, sem leitað er að, sést á miðri mynd.
Flugvélin, sem leitað er að, sést á miðri mynd. mynd/Eggert Norðdahl

Piper Cherokee flugvélin, sem hvarf af ratsjá um kl. 11:30 í gær, um 130 sjómílur suðsuðaustur af Hornafirði, er enn ófundin.
Ekkert hefur sést til flugmannsins eða vélarinnar. Vélin er skráð í Bandaríkjunum og flugmaðurinn er bandarískur. 

Varðskip er á leitarsvæðinu en ekkert hefur sést til vélarinnar.  Ennþá er erfitt og slæmt veður á svæðinu og um 35-40 hnúta vindur.  Að sögn Landhelgisgæslunnar verður skoðað í birtingu hvort flugvél verði send á staðinn og yrði það þá líklega Fokkervél Landhelgisgæslunnar, TF-SYN.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert