Hús standa auð við Laugaveg

Laugavegur 4-6.
Laugavegur 4-6. Árvakur/Ómar

„Ég veit að sum hús er verið að tæma til að gera upp, þannig að ef þau standa auð er það ekki vegna þess að þau séu dauð,“ seg­ir Snorri Freyr Hilm­ars­son, formaður Torfu­sam­tak­anna, en DV vakti at­hygli á því í síðustu viku að mörg hús standa auð við Lauga­veg.

„Lauga­veg­ur fjög­ur til sex stend­ur auður núna af aug­ljós­um ástæðum en þar var fólki hent út sem vildi halda áfram starf­semi. Á Hverf­is­götu er búið að hreinsa inn­an úr hús­um sem stend­ur til að rífa og standa auð,“ seg­ir Snorri og bæt­ir við að það séu frek­ar hús sem verk­tak­ar hafa keypt sem eru auð en að fólk vilji ekki vera þar, fólk sem vilji hafa starf­semi í hús­un­um sé rekið þaðan út.

Á reitn­um á horni Lauga­veg­ar og Klapp­ar­stígs standa nú mörg auð hús, þar á meðal þau sem hýstu Hljómalind og Sirk­us. Lang­ur tími get­ur liðið þar til fram­kvæmd­ir hefjast þar en Hanna Birna Kristjáns­dótt­ir sagði í 24 stund­um fyrr í mánuðinum að teikn­ing­ar að því sem til stend­ur að byggja hefðu enn ekki verið lagðar fyr­ir skipu­lags­ráð Reykja­vík­ur. Mánuðir geta liðið frá því teikn­ing­ar eru lagðar fyr­ir ráðið þar til fram­kvæmd­ir hefjast en þangað til standa hús­in tóm.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert