Leitað verður fram í myrkur

Á myndinni sést Piper Cherokee flugvélin, sem saknað er, fyrir …
Á myndinni sést Piper Cherokee flugvélin, sem saknað er, fyrir miðju.

Leit að banda­rísku Piper Cherokee flug­vél­inni sem leitað hef­ur verið frá því í gær, er enn ár­ang­urs­laus, að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá Land­helg­is­gæsl­unni. Leit verður haldið áfram fram í myrk­ur.

Varðskip hef­ur verið á svæðinu frá því í gær ásamt Fokk­er flug­vél Land­helg­is­gæsl­unn­ar sem fór til leit­ar í birt­ingu. Aðstæður eru afar erfiðar, vind­ur er 25-35 metr­ar/​sek., öldu­hæð á bil­inu 8-12 metr­ar og geng­ur á með dimm­um élj­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka