Leit að flugmanni hætt

Á myndinni sést eins hreyfils, Piper Cherokee, flugvélin fyrir miðju, …
Á myndinni sést eins hreyfils, Piper Cherokee, flugvélin fyrir miðju, en ekkert hefur sést til hennar.

Skipu­lagðri leit að flug­manni Piper Cherokee flug­vél­ar, sem leitað hef­ur verið frá því á fimmu­dag, hef­ur verið hætt. Vonsku­veður er enn á svæðinu,  vind­ur um 35 metr­ar á sek­úndu, um 10 metra öldu­hæð og élja­gang­ur, að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá Land­helg­is­gæsl­unni.


Leitað hef­ur verið verið á öllu því svæði sem gera má ráð fyr­ir að björg­un­ar­bát­ur flug­vél­ar­inn­ar fynd­ist, miðað við veðurfars­leg­ar aðstæður og sjó­lag. Leit­ar­svæðið var af­markað eft­ir út­reikn­ing­um sér­tæks leitar­for­rits sem tek­ur mið af áætluðum lend­ing­arstað vél­ar­inn­ar á sjón­um og mögu­legu reki.

Eft­ir­grennsl­an held­ur áfram og hef­ur þeim til­mæl­um verið beint til skipa og báta sem leið eiga um svæðið að þau lit­ist gaum­gæfi­lega um eft­ir hverju því sem bent gæti til af­drifa flug­vél­ar­inn­ar og flug­manns­ins. Auk þess munu skip og loft­för Land­helg­is­gæsl­unn­ar svip­ast um á svæðinu í hefðbundn­um eft­ir­lits­ferðum sín­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka