Leitað að flugvél í dag

Líf, þyrla Landhelgisgæslunnar.
Líf, þyrla Landhelgisgæslunnar.

Líf, þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar,  fór í dag í leitarflug á svæðinu þar sem leitað hef­ur verið að Piper Cherokee flug­vél frá því á fimmtu­dag.  Enn hef­ur ekk­ert fund­ist sem bent gæti til af­drifa flug­manns­ins eða flug­vél­ar­inn­ar.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Land­helg­is­gæsl­unni var veður og sjó­lag gott og aðstæður til leit­ar góðar, en leit­araðstæður hafa verið mjög slæm­ar allt frá því slysið varð.

Skip sem leið hafa átt um svæðið hafa einnig lit­ast gaum­gæfi­lega um.

Skipu­lagðri leit að banda­rísk­um flug­manni Piper Cherokee flug­vél­ar hef­ur verið hætt en leit sem hafði staðið yfir frá því á fimmtu­dag­inn hafði eng­an ár­ang­ur borið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka