Grímseyjarferjan flýtir för

Grímseyjarferjan Sæfari á athafnasvæði Slippsins - Akureyri.
Grímseyjarferjan Sæfari á athafnasvæði Slippsins - Akureyri. Árvakur/Skapti

Gert er ráð fyrir að siglingartími milli Dalvíkur og Grímseyjar verði 30 til 60 mínútum styttri með nýju Grímseyjarferjunni Sæfara en þeirri gömlu. Ferðin með núverandi ferju tekur rúmar þrjár og hálfa klukkustund.

Stefnt er að því að Sæfari fari í reynslusiglingu eftir helgi. G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir ljóst að nýja skipið komi til með að sigla á miklu meiri hraða en það gamla og eftir reynslusiglinguna komi í ljós hvað eðlilegt sé að sigla hratt. Hann bendir á að núverandi ferja þurfi að slá miklu meira af ef eitthvað sé að veðri en nýja ferjan geti siglt á meiri hraða í meiri sjó. „Hún verður alltaf miklu fljótari í förum,“ segir hann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert