Björn Bjarnason: Dómur kom ekki á óvart

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í meiðyrðamáli Ómars Valdimarssonar á hendur Gauki Úlfarssyni vegna ummæla þess síðarnefnda á bloggsíðu ekki koma sér á óvart.

Hann segist löngum hafa talið að menn séu ekki síður ábyrgir orða sinna í netheimum en annars staðar. „Ég tel æskilegt, að einnig verði látið reyna á ábyrgð þeirra, sem halda úti síðum, þar sem nafnleysingjar geta vegið að samborgurum sínum með hvers kyns óhróðri og svívirðingum.“

Ætlar að áfrýja

Auk þess var honum gert að þurrka færsluna út af heimsíðu sinni og birta niðurstöður dómsins þar.

Gaukur tilkynnti í gær að hann myndi áfrýja dómnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert