Björn Bjarnason: Dómur kom ekki á óvart

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í meiðyrðamáli Ómars Valdimarssonar á hendur Gauki Úlfarssyni vegna ummæla þess síðarnefnda á bloggsíðu ekki koma sér á óvart.

Hann segist löngum hafa talið að menn séu ekki síður ábyrgir orða sinna í netheimum en annars staðar. „Ég tel æskilegt, að einnig verði látið reyna á ábyrgð þeirra, sem halda úti síðum, þar sem nafnleysingjar geta vegið að samborgurum sínum með hvers kyns óhróðri og svívirðingum.“

Ætlar að áfrýja

Gaukur var á þriðjudag dæmdur til að greiða Ómari 300 þúsund krónur í miskabætur og 500 þúsund krónur í málskostnað vegna ummælanna, en hann kallaði Ómar meðal annars rasista.

Auk þess var honum gert að þurrka færsluna út af heimsíðu sinni og birta niðurstöður dómsins þar.

Gaukur tilkynnti í gær að hann myndi áfrýja dómnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert