Samráð haft við Breiðavíkursamtökin


Breiðavíkurskýrslan var tekin til ítarlegrar umfjöllunar á fundi borgarráðs að beiðni Samfylkingarinnar. Breiðavíkurheimilið var rekið á ábyrgð ríkisins en þangað voru fjölmargir reykvískir drengir sendir samkvæmt ákvörðun barnaverndarnefndar Reykjavíkur.

Í lok fundarins sameinaðist borgarráð um eftirfarandi tillögu:

Í tilefni skýrslu um könnun á starfsemi Breiðavíkurheimilisins 1952-1979 samþykki borgarráð Reykjavíkur:

1. Að haft verði samráð við Breiðavíkursamtökin um viðbrögð og næstu skref Reykjavíkurborgar í kjölfar Breiðavíkurskýrslunnar.
2. Að könnuð verði staða undirbúnings á frumvarpi forsætisráðherra vegna Breiðavíkurskýrslunnar.
3. Að samantekt verði gerð um viðbrögð stjórnvalda, og sveitarfélaga sérstaklega, í sambærilegum málum sem upp hafa komið á undanförnum árum á Norðurlöndum.
4. Að lagt verði mat á það hvort Reykjavíkurborg telji tilefni til að kanna frekar starfsemi á öðrum heimilum og úrræðum barnaverndaryfirvalda, fyrr og nú.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert