SA samþykkja kjarasamninga

Skrifað undir kjarasamningana þann 17. febrúar.
Skrifað undir kjarasamningana þann 17. febrúar. mbl.is/Árni Sæberg

Rafræn atkvæðagreiðsla um nýja kjarasamninga sem Samtök atvinnulífsins undirrituðu við meginþorra stéttarfélaga innan ASÍ þann 17. febrúar síðastliðinn fór fram í vikunni 3.-7 mars meðal aðildarfyrirtækja SA. Samningarnir voru samþykktir með 88% greiddra atkvæða, 9,7% atkvæða voru greidd gegn samningunum en 2,3% tóku ekki afstöðu. Kosningaþátttaka var 38,2%.

Atkvæðagreiðslan gildir um kjarasamninga sem gerðir hafa verið við eftirfarandi sambönd og félög: Starfsgreinasambandið, Flóabandalagið, Verslunarmenn (VR/LÍV), Rafiðnaðarsamband Íslands, Samiðn, Félag bókagerðar­manna (FBM), Félag vélstjóra- og málmtæknimanna (VM) og Matvís.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert