HÍ lítur dóm yfir prófessor alvarlegum augum

Halldór Laxnes.
Halldór Laxnes. mbl.is/Ólafur K. Magnússon

Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, sagði í fréttum Útvarpsins að skólinn líti  hæstaréttardóm yfir Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni, prófessor, alvarlegum augum en Hæstiréttur taldi að Hannes Hólmsteinn hefði brotið gegn höfundarrétti Halldórs Laxness með því að nýta sér lítið breyttan texta hans í ævisögu um skáldið.

Hannes Hólmsteinn er prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og hefur kennt námskeið sem fjalla um meðferð heimilda. Þá segir í siðareglum skólans, að kennarar, sérfræðingar og nemendur skuli ekki setja fram hugverk annarra sem sín eigin og þegar þeir nýti sér hugverk annarra skuli þeir ávallt geta heimilda í samræmi við viðurkennd fræðileg vinnubrögð.

Kristín sagði stjórn skólans nú íhuga hvað gert verði í málinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert