Skaðabótamálið fellt niður

Rík­is­sak­sókn­ari hef­ur fellt niður mál sem fyrr­ver­andi dóm­stjóri við Héraðsdóm Norður­lands eystra á Ak­ur­eyri höfðaði gegn manni vegna um­mæla sem sá lét falla. Dóm­ar­inn fór fram á 4 millj­ón­ir króna í bæt­ur.

Þor­steinn Hjalta­son, héraðsdóms­lögmaður á Ak­ur­eyri, var skömmu fyr­ir jól fund­inn sek­ur, ásamt þrem­ur öðrum, um að hafa nýtt sér með ólög­leg­um hætti kerfis­villu í gjald­eyrisviðskipta­kerfi Glitn­is, sem var til kom­in vegna for­rit­un­ar­mistaka banka­starfs­manna.

Ásgeir Pét­ur Ásgeirs­son, þáver­andi dóm­stjóri, kvað upp dóm­inn en hann lét af störf­um fyr­ir ald­urs sak­ir um ára­mót og þetta var hans síðasta mál sem dóm­ari.

Þor­steinn Hjalta­son sagði í sam­tali við frétta­mann Stöðvar 2 þegar hann kom úr rétt­ar­sal eft­ir upp­kvaðningu dóms­ins að Glitn­ir virt­ist hafa ægi­vald yfir rík­is­lög­reglu­stjóra. Í viðtal­inu, sem sýnt var á Stöð 2 sama kvöld, spurði fréttamaður: „Tel­urðu að það sem þú kall­ar í raun ægi­vald Glitn­is hafi haft áhrif á bæði rík­is­lög­reglu­stjóra og dóm­ara?“

Og Þor­steinn svaraði: „Já, já, það er ekki nokk­ur ein­asti vafi um það.“

Við þessi um­mæli var dóm­ar­inn ósátt­ur, kærði Þor­stein vegna þeirra og kraf­ist 4 millj­óna króna í bæt­ur.

Rík­is­sak­sókn­ari seg­ir að það, sem kom fram við rann­sókn­ina, þyki ekki nægi­legt eða lík­legt til sak­fell­is og málið sé því fellt niður.

Dóm­ar­inn hef­ur ákveðið að áfrýja niður­stöðunni til Hæsta­rétt­ar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert