Skaðabótamálið fellt niður

Ríkissaksóknari hefur fellt niður mál sem fyrrverandi dómstjóri við Héraðsdóm Norðurlands eystra á Akureyri höfðaði gegn manni vegna ummæla sem sá lét falla. Dómarinn fór fram á 4 milljónir króna í bætur.

Þorsteinn Hjaltason, héraðsdómslögmaður á Akureyri, var skömmu fyrir jól fundinn sekur, ásamt þremur öðrum, um að hafa nýtt sér með ólöglegum hætti kerfisvillu í gjaldeyrisviðskiptakerfi Glitnis, sem var til komin vegna forritunarmistaka bankastarfsmanna.

Ásgeir Pétur Ásgeirsson, þáverandi dómstjóri, kvað upp dóminn en hann lét af störfum fyrir aldurs sakir um áramót og þetta var hans síðasta mál sem dómari.

Þorsteinn Hjaltason sagði í samtali við fréttamann Stöðvar 2 þegar hann kom úr réttarsal eftir uppkvaðningu dómsins að Glitnir virtist hafa ægivald yfir ríkislögreglustjóra. Í viðtalinu, sem sýnt var á Stöð 2 sama kvöld, spurði fréttamaður: „Telurðu að það sem þú kallar í raun ægivald Glitnis hafi haft áhrif á bæði ríkislögreglustjóra og dómara?“

Og Þorsteinn svaraði: „Já, já, það er ekki nokkur einasti vafi um það.“

Við þessi ummæli var dómarinn ósáttur, kærði Þorstein vegna þeirra og krafist 4 milljóna króna í bætur.

Ríkissaksóknari segir að það, sem kom fram við rannsóknina, þyki ekki nægilegt eða líklegt til sakfellis og málið sé því fellt niður.

Dómarinn hefur ákveðið að áfrýja niðurstöðunni til Hæstaréttar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka