Andlát: Helgi Hallvarðsson

Helgi Hallvarðsson
Helgi Hallvarðsson

Helgi Hall­v­arðsson, fyrr­ver­andi skip­herra, andaðist á Land­spít­al­an­um 15. mars síðastliðinn á 77. ald­ursári. Helgi var fædd­ur hinn 12. júní árið 1931 í Reykja­vík. For­eldr­ar hans voru hjón­in Guðfinna Lýðsdótt­ir hús­móðir og Hall­v­arður Rós­inkars­son vél­stjóri, bæði fædd á Skóg­ar­strönd. Eft­ir­lif­andi eig­in­kona Helga er Þuríður Erla Erl­ings­dótt­ir íþrótta­kenn­ari. Börn þeirra eru þau Guðfinna, Sig­ríður og Helgi.

Helgi lauk far­manna­prófi frá Stýri­manna­skól­an­um í Reykja­vík árið 1954 og varðskipa­prófi frá varðskipa­deild skól­ans árið 1962. Þá lauk hann flug­um­ferðar­stjóra­prófi frá Flug­mála­stjórn árið 1956, auk ým­issa nám­skeiða, m.a. hjá banda­rísku strand­gæsl­unni, danska sjó­hern­um og öðrum, tengd­um starf­semi Land­helg­is­gæsl­unn­ar.

Helgi starfaði lengst af hjá Land­helg­is­gæsl­unni. Hann var stýri­maður á öll­um varðskip­um og flug­vél­um henn­ar árin 1954 til 1963 og skip­herra á öll­um varðskip­um, flug­vél­um og í stjórn­stöð Land­helg­is­gæsl­unn­ar frá 1964 til 1990. Helgi var oft í fremstu víg­línu þegar land­helg­in var færð út í 12, 50 og síðar 200 míl­ur og Íslend­ing­ar háðu sín þorska­stríð.

Hann tók virk­an þátt í stjórn­mála­starfi, lengst af með Sjálf­stæðis­flokkn­um í Reykja­vík og Kópa­vogi, en síðar með Frjáls­lynda flokkn­um.

Helgi skrifaði fjölda greina í Morg­un­blaðið og Sjó­manna­blaðið Vík­ing og flutti einnig út­varps­er­indi um mál Land­helg­is­gæsl­unn­ar og ör­ygg­is­mál sjó­manna.

Helgi hlaut St.Olavsorðuna, fyrstu gráðu, árið 1974 og ridd­ara­kross Hinn­ar ís­lensku fálka­orðu árið 1976.

Morg­un­blaðið og Helgi Hall­v­arðsson áttu alla tíð mik­il og góð sam­skipti sem þökkuð eru að leiðarlok­um um leið og blaðið send­ir aðstand­end­um hans inni­leg­ar samúðarkveðjur.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka