Óeðlileg hagsmunatengsl myndast milli innflytjenda

Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahússins, segir fréttirnar af árásinni á laugardag hafa komið sér mjög á óvart og leggur á það áherslu að almenningur í landinu forðist að dæma innflytjendur alla út frá leiðinlegum fréttum sem þessum.

Hefur Einar ekki áður heyrt um ofbeldi af þessu tagi innan tiltekins hóps innflytjenda en svo virðist sem þeir sem urðu fyrir árásinni hafi ekki unnið sér neitt til saka.

Einar segir starfsmenn Alþjóðahúss hafa orðið vara við að eins konar stigveldi geti myndast innan hópa innflytjenda þar sem efstir tróna þeir sem t.d. fyrir íslenskukunnáttu eða þekkingu á innviðum kerfisins eru í aðstöðu til að aðstoða þá sem eru nýkomnir hingað til lands, og liðsinna við umstang á borð við samskipti við Útlendingastofnun, íbúðaleigu eða opnun bankareikninga:

„Þó að í flestum tilvikum sé ekkert óeðlilegt við slík sambönd, og um sjálfsagða vinagreiða að ræða getur það gerst að þeir sem efstir eru nýti sér aðstöðu sína til að bæta eigin hag og fá með einum eða öðrum hætti gjald fyrir þekkingu sína og sambönd,“ segir Einar. „Þessir aðilar reyna oft að halda tilteknum hópi fólks undir sér. Hjá Alþjóðahúsi vitum við um einstaklinga sem eru í þessari aðstöðu og reynum við að forðast að hlaða undir þá en neyðumst oft til að vinna með þeim til að ná til hópsins.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka