Fimmti maðurinn handtekinn vegna Keilufellsmálsins

Lögreglan gerði húsleit í Reykjanesbæ í gærkvöldi.
Lögreglan gerði húsleit í Reykjanesbæ í gærkvöldi. mynd/Þorgils

Sérsveit ríkislögreglustjóra og lögreglan á Suðurnesjum gerðu húsleit í Röstinni í Reykjanesbæ undir kvöld í gær og handtóku Pólverja sem talinn er tengjast árásarhópnum í Keilufellsmálinu svonefnda.

Eins og fram hefur komið handtók lögreglan fjóra menn sl. laugardag í kjölfar hrottafenginnar árásar á sjö Pólverja á heimili þeirra við Keilufell. Í fyrstu var sagt að hinir handteknu væru allir Pólverjar en nú er komið í ljós að einn þeirra er frá Litháen. Þeir voru allir úrskurðaðir í þriggja vikna gæsluvarðhald. Vegna þess sem á undan hafði gengið í málinu var mikill viðbúnaður í Reykjanesbæ í gær og tók lögreglan enga áhættu, að sögn talsmanns hennar. Einn maður var handtekinn og eftir skýrslutöku verður tekin ákvörðun um hvort farið verður fram á gæsluvarðhald.

Talið er að 10 til 12 menn hafi tekið þátt í árásinni og er því fimm til sjö manna enn leitað. Málið er á mjög viðkvæmu stigi, að sögn lögreglu, og engar upplýsingar gefnar um gang mála.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert