Höfuðbeinið sent í rannsókn

Hluti úr höfuðkúpu sem fannst í Kjós­ar­hreppi á páska­dag verður af­hent­ur rétt­ar­meina­fræðingi sem mun rann­saka beinið með aðstoð mann­fræðings í Sviss og munu fræðing­arn­ir skera end­an­lega og form­lega úr um hvort um manna­bein sé að ræða.

Um er að ræða efsta hlut­ann á höfuðkúp­unni, þann sem iðulega er skor­inn af við krufn­ingu. Eins og fram kom í Morg­un­blaðinu í gær fannst beinið ásamt öðru braki úr hjól­hýsi sem hafði fokið í of­virði um ára­mót.

Kona sem hafði aðgang og af­not af hjól­hýs­inu sagði við Morg­un­blaðið í gær að hún hefði fengið beinið hjá tengda­syni sín­um og það verið meðal hluta sem hann hefði losað sig við þegar hann var að hreinsa til á heim­ili sínu fyr­ir nokkru. Beinið hefði tengda­son­ur­inn fengið að gjöf hjá afa sín­um sem var lækn­ir. Henni hefði verið sagt að þetta væri manna­bein en hún ekki lagt neinn sér­stak­an trúnað á þá frá­sögn, jafn­vel talið að þetta væri eft­ir­lík­ing eða af dýri. Skál­in sem þessi hluti höfuðkúp­unn­ar mynd­ar hefði síðan verið notuð sem ösku­bakki í hjól­hýs­inu. „En síðan var þetta uppi í hillu eins og hvert annað gling­ur,“ sagði hún. Kon­an sagðist ekki hafa hug­mynd um hvernig lækn­ir­inn eignaðist beinið en hann væri lát­inn fyr­ir löngu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert