Höfuðbeinið sent í rannsókn

Hluti úr höfuðkúpu sem fannst í Kjósarhreppi á páskadag verður afhentur réttarmeinafræðingi sem mun rannsaka beinið með aðstoð mannfræðings í Sviss og munu fræðingarnir skera endanlega og formlega úr um hvort um mannabein sé að ræða.

Um er að ræða efsta hlutann á höfuðkúpunni, þann sem iðulega er skorinn af við krufningu. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær fannst beinið ásamt öðru braki úr hjólhýsi sem hafði fokið í ofvirði um áramót.

Kona sem hafði aðgang og afnot af hjólhýsinu sagði við Morgunblaðið í gær að hún hefði fengið beinið hjá tengdasyni sínum og það verið meðal hluta sem hann hefði losað sig við þegar hann var að hreinsa til á heimili sínu fyrir nokkru. Beinið hefði tengdasonurinn fengið að gjöf hjá afa sínum sem var læknir. Henni hefði verið sagt að þetta væri mannabein en hún ekki lagt neinn sérstakan trúnað á þá frásögn, jafnvel talið að þetta væri eftirlíking eða af dýri. Skálin sem þessi hluti höfuðkúpunnar myndar hefði síðan verið notuð sem öskubakki í hjólhýsinu. „En síðan var þetta uppi í hillu eins og hvert annað glingur,“ sagði hún. Konan sagðist ekki hafa hugmynd um hvernig læknirinn eignaðist beinið en hann væri látinn fyrir löngu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka