Minkur kominn í Fagurey og Elliðaey

Frændurnir Kristján Kristjánsson sem hér stendur í stafni og Kristján …
Frændurnir Kristján Kristjánsson sem hér stendur í stafni og Kristján Berntsson úr Stykkishólmi fóru í Fagurey á páskadag. Fundu þeir ummerki eftir mink, fleiri en eitt dýr. Hundur Kristjáns Berntssonar var með.

 Vitað er að mink­ur er kom­inn í Elliðaey og Fagur­ey á Breiðafirði, og grun­ur leik­ur á að mink­ur sé einnig í Bílds­ey. Þess­ar eyj­ar eru út af Stykk­is­hólmi og hef­ur tek­ist að mestu að verja þær síðustu fimm árin. Minkur­inn kem­ur af Fells­strönd og Skarðsströnd og þar mun Æðarrækt­ar­fé­lag Snæ­fell­inga koma upp vörn­um í sam­vinnu við Dala­menn.

Talið er að minkur­inn komi út á eyj­arn­ar úr Lang­eyj­ar­nesi og syndi yfir stutt eyja­sund um Lang­eyj­ar og lengri sund út í Arney, Skjald­arey, Bílds­ey og Fagur­ey og smærri eyj­ar og hólma, að sögn Ásgeirs Gunn­ars Jóns­son­ar, for­manns Æðarrækt­ar­fé­lags Snæ­fell­inga. Hins veg­ar er meiri ráðgáta hvernig minkur­inn kemst út í Elliðaey en þangað eru þrír kíló­metr­ar úr Fagur­ey.

Varg­ur­inn veld­ur mikl­um usla í æðar­varpi sem eyja­bænd­ur hafa verið að hlúa að enda drep­ur hann meira en hann torg­ar. Þannig hef­ur fund­ist ótrú­leg­ur fjöldi fugls­hræja í ein­stök­um grenj­um, að sögn Ásgeirs Gunn­ars.

Hann seg­ir að vel hafi gengið að halda mink í skefj­um í Stykk­is­hólmslandi, meðal ann­ars með notk­un minkasía Reyn­is Berg­sveins­son­ar og með aðstoð góðra veiðimanna. Ekki hef­ur fund­ist mink­ur inn­an bæj­ar­mark­anna í þrjú ár.

Nú stend­ur yfir til­rauna­verk­efni sem geng­ur út á það að at­huga hvort hægt sé að eyða öll­um mink á Snæ­fellsnesi. Stjórn veiðanna er í hönd­um verk­efn­is­stjórn­ar en ekki sveit­ar­fé­lag­anna eins og áður. Hef­ur það skapað óvissu um leit í eyj­um en eyja­bænd­ur leggja áherslu á að van­ir veiðimenn verði fengn­ir til að leita með góðum minka­hund­um. Ekki hef­ur verið samið við veiðimenn um að leita eyj­arn­ar í vor en þeir hafa yf­ir­leitt verið ráðnir að hausti. Ásgeir Gunn­ar seg­ir að eyja­bænd­ur taki mik­inn þátt í þessu verk­efni og þeir muni sjá til þess að eyj­arn­ar verði leitaðar með hund­um, hvað sem öðru líður.

Þá hef­ur Æðarrækt­ar­fé­lag Snæ­fell­inga tekið upp sam­starf við Dala­menn um að fá Reyni Berg­sveins­son til að setja upp minkasí­ur við aðkomu­leið minkanna út í eyj­arn­ar og bind­ur Ásgeir Gunn­ar von­ir við að það starf skili ár­angri.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert