Deiliskipulag: Borgin brýtur á borgurunum

Kári Halldór Þórsson horfir yfir Bergstaðarstrætið.
Kári Halldór Þórsson horfir yfir Bergstaðarstrætið. mbl.is/Golli

„Borg­in hef­ur ít­rekað brotið á íbú­um með því að hafa þá ekki nægi­lega með í ráðum þegar kem­ur að gerð deili­skipu­lags, þrátt fyr­ir að henni beri að gera það sam­kvæmt skipu­lags- og bygg­ing­ar­lög­um.“

Þetta seg­ir Kári Hall­dór Þórs­son, íbúi við Bergstaðastræti í miðborg Reykja­vík­ur. Hann tel­ur að borg­ar­yf­ir­völd gangi er­inda verk­taka á kostnað lög­bund­inna hags­muna íbúa.

Deili­skipu­lag eft­ir pönt­un

Í fjórðu máls­grein um gerð og fram­kvæmd skipu­lags í skipu­lags- og bygg­ing­ar­lög­um seg­ir að við gerð skipu­lags­áætl­ana skuli eft­ir föng­um leita eft­ir sjón­ar­miðum og til­lög­um íbúa. Í skipu­lags­reglu­gerð seg­ir að leit­ast skuli við að marka stefnu og áhersl­ur skipu­lagstil­lögu í sem mestri sam­vinnu við íbúa og kynna áform með áber­andi hætti, s.s. með aug­lýs­ing­um, dreifi­bréf­um og fund­um og leita eft­ir skoðunum þeirra varðandi helstu atriði.

„Til­lög­ur og sjón­ar­mið eru mun sterk­ari en at­huga­semd. Okk­ur er alltaf til­kynnt að við höf­um ein­hvern at­huga­semda­rétt en ég hef ekk­ert fundið um hann í lög­un­um né hvort þessi rétt­ur sé skil­greint hug­tak. Hins veg­ar ber borg­inni að hafa sam­ráð við okk­ur íbú­ana sam­kvæmt lög­um og það hef­ur hún van­rækt mikið.“

Mátt­leysi borg­ar­inn­ar

„Ég veit dæmi þess að íbú­um hafi verið hótað að útigangs­fólki verði komið fyr­ir í hús­um í ná­grenni við þá vilji þeir ekki selja fast­eign­ir sín­ar. Af hverju er svona mik­il tregða hjá borg­inni að láta loka þess­um opnu og auðu hús­um? Af hverju þurfa íbú­ar að standa í því að hringja í lög­reglu viku eft­ir viku út af linkind borg­ar­inn­ar?“

Í hnot­skurn
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert